Health insurance (FS - innan)

Everyone who has had a legal residence in Iceland for a continued period of six months, before requesting benefits, has health insurance. Children and youths, younger than 18 who are domiciled in Iceland, have health insurance with their parents or custodians. The same applies to stepchildren and foster children.

Those who present the applicable certificates can get health insurance as soon as they arrive. They must submit a valid E-104 certificate from a health insurance plan or social security agency in the previous country of residence to the Icelandic Health Insurance or the agencies of the Social Insurance Administration in rural areas. E-104 certificate is a confirmation of insurance and employment period in another EEA and EFTA state.

The Icelandic Health Insurance determines whether a citizen from EEA and EFTA states can transfer his rights to Iceland.

You need to fill out the form “Registration for the Insurance Registry and submit to the Icelandic Health Insurance or the agencies of the Social Insurance Administration at the offices of district commissioners with the appropriate attachments (E-104, E-101, E-106, E-109, E-121, confirmation from tax authorities or other applicable documents).

Those who cannot transfer rights between countries or have only been insured with a private insurance company must purchase a health insurance with a licensed insurance company in Iceland. The insurance must be valid for six months from the registration of a legal residence. 

Those who do not have health insurance must pay higher fees for health services. Information on health insurances is to be found on the Icelandic Health Insurance website (www.sjukratryggingar.is).


Íslenska

Sjúkratryggingar

Allir sem hafa átt lögheimili á Íslandi í sex mánuði samfleytt, áður en bóta er óskað, eru sjúkratryggðir. Börn og unglingar, yngri en 18 ára sem búsett eru hér á landi, eru sjúkratryggð með foreldrum sínum eða forsjáraðilum. Sama gildir um stjúpbörn og fósturbörn.

Þeir sem framvísa viðeigandi vottorðum geta fengið sjúkratryggingu strax við flutning. Skila þarf gildu E-104 vottorði frá sjúkrasamlagi eða tryggingastofnun í fyrra heimalandi til Sjúkratrygginga Íslands eða umboða Tryggingastofnunar ríkisins á landsbyggðinni. E-104 vottorð er staðfesting á tryggingar- og starfstímabili í öðru EES- og EFTA-ríki.

Sjúkratryggingar Íslands ákvarðar hvort ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja fái flutt réttindi sín til Íslands.

Fylla þarf út eyðublaðið „Skráning í Tryggingaskráog skila til Sjúkratrygginga Íslands eða umboða Tryggingastofnunar á sýsluskrifstofum ásamt viðeigandi fylgigögnum (E-104, E-101, E-106, E-109, E-121, staðfestingu frá skattyfirvöldum eða öðrum gögnum sem við eiga).

Þeir sem ekki geta flutt réttindi á milli landa eða hafa einungis verið tryggðir hjá einkatryggingafélagi þurfa að kaupa sjúkratryggingu hjá vátryggingafélagi sem er með starfsleyfi á Íslandi. Tryggingin þarf að gilda í sex mánuði frá skráningu lögheimilis.

Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir þurfa að greiða hærra gjald fyrir heilbrigðisþjónustu. Upplýsingar um sjúkratryggingar eru að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands (www.sjukratryggingar.is).